Fimm Íslandsmeistarar frá Selfossi

Fimm Íslandsmeistarar frá Selfossi

Selfyssingar eignuðust fimm Íslandsmeistara þegar Íslandsmótið í taekwondo fór fram um seinustu helgi.

Ingibjörg Erla Grétarsdóttir varð Íslandsmeistari í senior -67 kg auk þess sem hún var valin keppandi mótsins í kvennaflokki. Brynjar Logi Halldórsson varð Íslandsmeistari í A-flokki junior -73 kg, Halldór Gunnar Þorsteinsson í B-flokki junior -73 kg, Björn Jóel Björgvinsson í C-flokki cadet +65 kg og Daði Magnússon í C-flokki senior -80 kg.

Þá unnu þeir Freyr Hreinsson og Þorsteinn Ragnar Guðnason til silfurverðlauna og Daníel Jens Pétursson og Natan Hugi Hjaltason til bronsverðlauna.

Nálgast má öll úrslit mótsins á vefsíðu TKÍ.

Ingibjörg Erla var valin besti keppandi Íslandsmótsins í kvennaflokki.
Ljósmynd: Umf. Selfoss