Fimm Selfyssingar keppa á NM í taekwondo

Fimm Selfyssingar keppa á NM í taekwondo

Um næstu helgi fara fimm aðilar frá Taekwondodeild Umf. Selfoss til keppni á Norðurlandamótinu í taekwondo.

Kvintettinn frá Selfossi sem keppir fyrir Íslands hönd eru Daníel Jens Pétursson, Ingibjörg Erla Grétarsdóttir, Krístín Björg Hrólfsdóttir, Dagný María Pétursdóttir og Gunnar Snorri Svanþórsson. Þau voru öll valin af landsliðsþjálfara Íslands til að keppa á þessu mótinu. Með í för verður meistari Selfyssinga, Master Sigursteinn Snorrason, sem fer með þeim sem þjálfari.

Mótið fer fram í Þrándheimi í Noregi og teflir Ísland fram 18 keppendum í bardaga og 9 keppendum í formi. Alls eru 132 keppendur skráðir til leiks í bardaga og 39 í formi.

Áfram Ísland!

Hægt er að fylgjasr með framvindu mótsins á heimasíðu mótsins.

PJ