Frábær árangur á bikarmóti TKÍ I

Frábær árangur á bikarmóti TKÍ I

Um liðna helgi var Bikarmót TKÍ I haldið í íþróttahúsinu Iðu á Selfossi. Átta keppendur Umf. Selfoss kepptu í eldri hóp þ.e. 12 ára og eldri og náðu frábærum árangri á mótinu á laugardaginn.

Dagný María Pétursdóttir vann til gullverðlauna, þar sigraði hún í fyrsta sinn keppanda frá Aftureldingu sem hún hefur alltaf tapað fyrir áður. Ástþór Eydal Friðriksson gerði sér lítið fyrir og tryggði sér gullverðlaun í sínum flokki. Sölvi Snær Jökulsson nældi sér í gullverðlaun og Marek Krawczyński silfurverðlaun.

Þorvaldur Ó. Gunnarsson vann til bronsverðlauna í flokki svartbeltinga, þar sem hann vann tvo bardaga gegn svartbeltingum og hefði allt eins getað sigrað þennan flokk, Þorvaldur endaði með bronsverðlaun en þess ber að geta að Þorvaldur er með blátt belti. Halldór Gunnar Þorsteinsson vann til bronsverðlauna.

Sigurjón Bergur Eiríksson og Ísak Máni Þráinsson mættu ofjörlum sínum en stóðu vel í þeim og þetta mun færast inn í reynslubankann hjá þeim báðum.

Allir keppendur deildarinnar stóðu sig með mikilli prýði.

Innilega til hamingju öll 🙂

Umfjöllun og myndir af Barnamóti TKÍ sem fram fór á Selfossi 18. október kemur í næstu viku.

Stjórn Taekwondodeildar þakkar þeim fjölmörgu sem lögðu hönd á plóg við framkvæmd þessara móta!

PJ

Efst er Dagný María, fyrir neðan er Ástþór og neðst er Þorvaldur.
Ljósmyndir: Umf. Selfoss/ Tryggvi Rúnarsson.

Ástþór Eydal Friðriksson - vefur Þorvaldur Gunnarsson - vefur

Tags:
,