Góður árangur hjá taekwondofólki á Nutzi open í Finnlandi

Góður árangur hjá taekwondofólki á Nutzi open í Finnlandi

Helgina 11. og 12. apríl fóru tveir keppendur frá Taekwondodeild Selfoss á Nutzi open í Finnlandi. Það voru þau Kristín Björg Hrólfsdóttir og Gunnar Snorri Svanþórsson.

Gunnar Snorri keppti bæði í kadett flokki og einnig í junior flokki. Skemmst er frá því að segja að hann gerði sér lítið fyrir og vann til gullverðlauna í -61 kg flokki í cadett flokki og vann til bronsverðaluna í junior -63 kg flokki. Glæsilegur árangur.

Kristín Hrólfsdóttir hreppti bronsverðlaun í sínum flokki senior female -67 kg.

Stjórn Tekwondodeildar Umf. Selfoss óskar þeim innilega til hamingju með þennan góða árangur.

Áfram Selfoss! 🙂

PJ