
26 júl Ingibjörg Erla með brons í Króatíu

Taekwondokonan Ingibjörg Erla Grétarsdóttir og Sigursteinn Snorrason meistari deildarinnar voru í Rijeka í Króatíu um helgina þar sem hún tók þátt í European University Games í bardaga. Ingibjörg Erla keppti fimm harða bardaga og uppskar brons á mótinu.
Taekwondodeildin óskar Ingibjörgu Erlu til hamingju með frábæran árangur.
djp/gj
—
Ingibjörg Erla og Sigursteinn náðu frábærum árangri í Króatíu
Ljósmynd: Umf. Selfoss/Daníel Jens