Ingibjörg Erla og Kristín Björg kepptu á EM

Ingibjörg Erla og Kristín Björg kepptu á EM

Ingibjörg Erla Grétarsdóttir og Kristín Björg Hrólfsdóttir fóru með íslenska landsliðinu til Montreux í Sviss um seinustu helgi til að keppa á Evrópumótinu í taekwondo. Þær höfðu áður dvalið við æfingar í Noregi með vinafélagi deildarinnar Mudo Gym Tveita.

Ingibjörg Erla keppti í -62 kg flokki og var fyrsti bardaga á móti Finnlandi og vann Ingibjörg bardagann 3-0. Næsti bardagi var á móti Króatíu þar sem Ingibjörg tapaði naumlega 0-2.

Kristín Björg keppti í -67 kg flokki og lenti á móti sterkum andstæðing frá Slóveníu í fyrsta bardaga og endaði bardaginn 0-6.

djp

Kristín Björg (t.v.) og Ingibjörg Erla á góðri stundu í Sviss.
Ljósmynd: Umf. Selfoss