Ingibjörg Erla tapaði fyrsta bardaga

Ingibjörg Erla tapaði fyrsta bardaga

Ingibjörg Erla varð fyrir því óhappi að tábrotna á móti í Skotlandi tveimur vikum fyrir opna mótið í París.

Hún mætti því tábrotin til leiks og gat ekki beitt sér sem skyldi og tapaði fyrsta bardaganum á móti keppanda frá Brasilíu. Þess má geta að Brasilía leggur mikið upp úr því að senda landsliðið sitt á öll stórmót til að geta teflt fram sterkasta liði sem mögulegt er á Ólympíuleikunum sem fram fara í Rio de Janeiro árið 2016.

Þátttaka í mótinu fer í reynslubankann góða og verður nýtt á uppbyggilegan hátt.