Íslandsmeistaratitill í formum

Íslandsmeistaratitill í formum

Íslandsmeistaramótið í formum (poomse) í Taekwondó fór fram sunnudaginn 3. nóvember síðastliðinn í Ármannsheimilinu í Laugardal í Reykjavík. Selfoss átti fjóra keppendur á mótinu og stóðu þeir sig frábærlega. Hekla Þöll Stefánsdóttir sigraði í einstaklingsformi í sínum beltaflokki og landaði því Íslandsmeistaratitli, en þess má geta að fyrr á árinu varð hún einnig Íslandsmeistari í bardaga (sparring).

Einnig hlaut Hekla Þöll, ásamt Ísak Mána Stefánssyni, Dagnýju Maríu Pétursdóttur og Sigríði Evu Guðmundsdóttir bronsverðlaun í hópaformi. Því má segja að iðkendur Selfoss hafi staðið sig með stakri prýði, þar sem allir keppendur unnu til verðlauna.

sp