Mikið um að vera hjá taekwondofólki á Selfossi um helgina

Mikið um að vera hjá taekwondofólki á Selfossi um helgina

Mikið verður um að vera hjá taekwondofólki á Selfossi um helgina. Á laugardaginn verður haldið beltapróf í íþróttahúsinu Iðu og hefst það kl. 10:00. Frá kl. 10:00-12:oo eru hærri rauð belti, kl.12:00-14:00 eru þeir sem taka gular rendur og kl. 14:00-17:00 gul, appelsínugul og græn belti. Um 80 manns munu taka beltapróf og koma þau frá Selfossi, Stokkseyri og Hellu.

Á sunnudaginn fer svo fram HSK-jólamót í Iðu. Mótið hefst kl. 10:00. Keppt verður í poomsae/muye og sparring. Einnig verður sérstök þrautabraut. Á mótinu verða gestir frá taekwondodeild HK. Á þessu móti verður lögð mikil áhersla á að fólk skemmti sér vel saman.

Hvetjum við sem flesta til að mæta í Iðu um helgina og sjá taekwondofólkið okkar í „action“.

-ög.