Norðurlandameistarar heiðraðir

Norðurlandameistarar heiðraðir

Síðastliðinn sunnudag var haldið hóf í Tíbrá þar sem Ingibjörg Erla Grétarsdóttir og Daníel Jens Pétursson voru heiðruð vegna Norðurlandameistaratitla sinna í taekwondo. Þau unnu bæði til gullverðlauna í bardaga í sínum flokkum sem jafnframt voru sterkustu flokkarnir á mótinu.

Þau hlutu bæði ferðastyrk frá deildinni, gjafabréf frá Hótel Selfoss og blóm og bíómiða frá Sveitarfélaginu Árborg. Þá flutti Guðmundur Kr. Jónsson formaður Umf. Selfoss þeim heillaóskir frá félaginu með ósk um glæsta framtíð á keppnisvellinum.

pj/gj

Ófeigur Ágúst Leifsson formaður taekwondodeildar, Ingibjörg Erla, Daníel Jens og Kjartan Björnsson formaður íþrótta- og menningarnefndar Sveitarfélagsins Árborgar.
Mynd: Umf. Selfoss/Gissur Jónsson