Norðurlandamótið í taekwondo 2013 í Finnlandi

Norðurlandamótið í taekwondo 2013 í Finnlandi

Þann 25. maí fór fram Norðurlandamótið í Taekwondo í Finnlandi. Keppt var í tveimur keppnisgreinum; formi og bardaga. Íslendingar sendu 45 manna hóp á mótið. 24 keppendur í bardaga og 17 keppendur í formi ásamt fylgdarliði. Er þetta stærsta lið sem Ísland hefur sent á mót erlendis. Íslenska landsliðið krækti sér í fimm gull, níu silfur og níu brons sem er langbesti árangur Íslands á mótinu frá upphafi. Selfyssingurinn Ingibjörg Erla Grétarsdóttir tryggði sér Norðurlandameistaratitil í bardaga auk þess sem Margrét Edda Gnarr, í bardaga og Guðrún Halldóra Vilmundardóttir, í formi nældu sér í silfurverðlaun. Þá unnu Davíð Arnar Pétursson, Kristín Björg Hrólfsdóttir og Ísak Máni Stefánsson brons í bardaga. Þetta er jafnframt besti árangur Selfyssinga á stórmóti í taekwondo.

Mikið og gott starf hefur verið unnið hjá taekwondodeild Selfoss sem og íslenska landsliðinu síðustu misseri og sést það vel í stórgóðum árangri íslenska liðsins.