Nýr taekwondosalur tekinn í notkun í dag kl. 18-20

Nýr taekwondosalur tekinn í notkun í dag kl. 18-20

Í tilefni þess að taekwondodeild er að taka í notkun nýjan taekwondosal er öllum sem vilja boðið að koma og skoða nýja salinn og fylgjast með fyrstu æfingunni, en hún verður miðvikudaginn 4. janúar kl. 18:00-20:00. Nýi salurinn er staðsettur á 2. hæð í Baulu (íþróttahúsi Sunnulækjarskóla). Gengið er inn að vestanverðu á sama stað og gengið er inn í íþróttahúsið. Taekwondodeild hvetur sem flesta til að láta sjá sig og sjá ört vaxandi deild við leik og störf. Þar verður m.a. myndasýning, sprell og fjör.