Ólöf þriðja í formum

Ólöf þriðja í formum

Selfoss telfdi fram einum keppanda á Íslandsmótinu í formum (poomsae) sem haldið var í seinasta mánuði. Það var Ólöf Ólafsdóttir sem gerði sér lítið fyrir og hreppti bronsverðlaun fyrir formin sín. Þeir sem til þekkja vita að það eitt að ná á pall í formum er gríðarlega góður árangur útaf fyrir sig. Ólöf hefur alltaf verið mjög góð í formum svo eftir hefur verið tekið.

Stjórn og þjálfarar taekwondodeildar óska Ólöfu innilega til hamingju með árangurinn.