
30 apr Selfoss með 11 gull, 10 silfur og 10 brons á 3. bikarmóti TSÍ

Á 3. og síðasta bikarmóti í TKÍ bikarmótaröðinni 2011-2012, sem fór fram 21.-22. apríl sl., sendi Selfoss 37 keppendur til leiks. Er skemmst frá því að segja að af þessum 37 keppendum fóru 31 á pall. Allir keppendur stóðu sig með stakri prýði og voru félagi sínu til mikils sóma. Selfoss átti keppendur í flestum þyngdar-, belta- og aldursflokkum og komust þeir á pall í nánast öllum flokkum. Daníel Jens Pétursson, yfirþjálfari deildarinnar keppti í seniorflokki -80 kg og sigraði með yfirburðum, hlaut 16 stig gegn 5 og 15 gegn 8 stigum. Hlaut hann bikar að launum fyrir mestan mun stiga í seniorflokki. Daníel Jens er að margra mati einn besti taekwondomaður á Íslandi. Daníel Bergur Ragnarsson sigraði sinn þyngdarflokk og fékk bik-ar sem stigahæsti keppandi mótsins í juniorflokki. Í formi hlaut Guðrún Halldóra Vilmundardótti gull í sínum þyngdarflokki. Nánari úrslit má sjá á heimasíðu umfs.is/taekwondo.
Gríðarlegur uppgangur hefur verið í taekwondoíþróttinni á Selfossi síðustu misseri eins og sést á árangri deildarinnar á mótum. Deildin er jafnframt orðin ein af stærstu deildum landsins.
Úrslit. Laugardagur (minior) Sparring: | |||
Selfoss | Sigurður Gísli Christensen | 1 | Gull |
Selfoss | Einar Ingi Ingvarsson | 1 | Gull |
Selfoss | Jón Marteinn Arngrímsson | 1 | Gull |
Selfoss | Bjarni Snær Gunnarsson | 1 | Gull |
Selfoss | Jökull Logi Gunnlaugsson | 2 | Silfur |
Selfoss | Gisli Rúnar Gíslason | 2 | Silfur |
Selfoss | Óli Þorbjörn Guðbjartsson | 2 | Silfur |
Selfoss | Gunnar Hans Júlíusson | 2 | Silfur |
Selfoss | Björn Jóel Björgvinsson | 2 | Silfur |
Selfoss | Birgitta Tommýsdóttir Skille | 2 | Silfur |
Selfoss | Halldór Gunnar | 2 | Silfur |
Selfoss | Þór Davíðsson | 3 | Brons |
Selfoss | Þórarinn Helgi Jónsson | 3 | Brons |
Selfoss | Sigurgrímur Vernharðsson | 3 | Brons |
Selfoss | Gíllý Ósk Gunnarsdóttir | 3 | Brons |
Selfoss | Rúnar Baldursson | 3 | Brons |
Úrslit: Laugardagur (minior)- poomsae: | |||
Selfoss | Gíllý Ósk Gunnarsdóttir | 1 | Gull |
Selfoss | Freyr Hreinsson | 3 | Brons |
Gadett: Úrslit – Sparring: | |||
Selfoss | Nikulás G. Torfason | 1 | gull |
Selfoss | Davíð Arnar Pétursson | 2 | silfur |
Selfoss | Sigurjón Bergur Eiríksson | 2 | silfur |
Selfoss | Dagný María Pétursdóttir | 3 | brons |
Junior Úrslit – Sparring: | |||
Selfoss | Daníel Bergur Ragnarsson | 1 | gull |
Selfoss | Símon Bau Ellertsson | 2 | silfur |
Selfoss | Jón Páll Guðjónsson | 3 | brons |
Senior Úrslit – sparring: | |||
Selfoss | Sunna Valdemarsdóttir | 1 | gull |
Selfoss | Sara Hvanndal Magnúsdóttir | 1 | gull |
Selfoss | Daníel Jens Pétursson | 1 | gull |
Selfoss | Þorvaldur Óskar Gunnarsson | 3 | brons |
Selfoss | Víðir Reyr Björgvinsson | 3 | brons |
Úrslit poomsae (gadett): | |||
Selfoss | Ólöf Ólafsdóttir | 3 | brons |
Úrslit frá poomsae (junior, senior/superior): | |||
Selfoss | Guðrún Halldóra Vilmundard | 1 | gull |