Sigurjón og Ólöf stóðu í ströngu

Sigurjón og Ólöf stóðu í ströngu

Á laugardag þreyttu tveir iðkendur taekwondodeildar Selfoss dan próf. Það voru þau Sigurjón Bergur Eiríksson sem stóðst próf fyrir 2. dan og Ólöf Ólafsdóttir stóðst próf fyrir 1. dan.

Prófdómarar voru Sigursteinn Snorrason 6. dan og Magnea Kristín Ómarsdóttir 4. dan.

Stjórn deildarinnar óskar þessum snillingum innilega til hamingju með árangurinn.

djp

Sigurjón Bergur (t.h.) og Ólöf Ólafsdóttir ásamt Daníel Jens Péturssyni yfirþjálfara deildarinnar.
Ljósmynd: Umf. Selfoss.

Tags: