Taekwondo æfingar í Þorlákshöfn

Taekwondo æfingar í Þorlákshöfn

Það er föngulegur hópur af krökkum sem æfir taekwondo í Þorlákshöfn. Taekwondodeild Selfoss hefur verið með æfingar þar undanfarin misseri og eru þeir iðkendur sem lengst eru komnir með blá og græn belti.

Iðkendur eru áhugasamir og mæta mjög vel. Sumir þeirra mæta meira að segja einnig á æfingar á Eyrarbakka.

Bjarnheiður Ástgeirsdóttir 1. dan sér um æfingarnar í Þorlákshöfn og einnig kemur Daníel Jens Pétursson 3. dan til með að sjá um nokkrar æfingar þar í vetur.

Þegar myndin var tekin var (lengst til hægri) Dagný María Pétursdóttir 1. dan Bjarnheiði (lengst til vinstri) til aðstoðar á æfingunni.

PJ