Taekwondoæfingar byrja mánudag 25. ágúst

Taekwondoæfingar byrja mánudag 25. ágúst

Æfingar hjá Taekwondodeildinni á Selfossi hefjast að nýju á morgun, mánudaginn 25. ágúst. Æft verður á sömu tímum og á vorönn.

Skráning er hafin í skráningar- og greiðslukerfinu Nóra. Ef gengið er frá skráningu og greiðslu fyrir 15. september er veittur 10% afsláttur á æfingagjöldum.

Veturinn allur kostar kr. 36.900 með afslætti (fullt verð kr. 41.000). Auk þess bætist systkinaafsláttur við þar sem við á.

Hlökkum til að sjá ykkur ÖLL aftur.
Kveðja stjórn og þjálfarar.