Taekwondodeild Selfoss með sjö keppendur á NM

Taekwondodeild Selfoss með sjö keppendur á NM

Taekwondodeild Umf. Selfoss á sjö keppendur á Norðurlandamótinu sem haldið er í Keflavík laugardaginn 17. maí.

Í bardaga keppa Daníel Jens Pétursson, Ingibjörg Erla Grétarsdóttir, Dagný María Pétursdóttir og Sigurjón Bergur Eiríksson.

Í poomsae (formi) keppa Hekla Þöll Stefánsdóttir, Ísak Máni Stefánsson og Ólöf Ólafsdóttir.

Stjórn taekwondodeildar Umf. Selfoss óskar keppendum góðs gengis á mótinu.

PJ

Tags:
,