Þorsteinn Ragnar með gull, silfur og brons

Þorsteinn Ragnar með gull, silfur og brons

Þorsteinn Ragnar Guðnason, keppandi Selfoss, gerði góða hluti um helgina á öðru bikarmóti TKÍ í Pomsae (formum).

Hann nældi sér í gullverðlaun í hópaformum með þeim Eyþóri og Halldóri úr Ármanni,  hann fékk silfurverðlaun í einstaklingsformum og bronsverðlaun í paraformum með Vigdísi úr Aftureldingu.

Taekwondo deild Selfoss óskar Þorsteini Ragnari til hamingju með þessa flottu frammistöðu!

Ljósmyndir: Umf. Selfoss/Tryggvi Rúnarsson og Guðni Ragnarsson.