Vel heppnaðar æfingabúðir Aaron Cook

Vel heppnaðar æfingabúðir Aaron Cook

Í lok október fóru fram æfingabúðir með Aaron Cook, fremsta taekwondomanni heims, í íþróttahúsinu Iðu á Selfossi. Æfingabúðirnar voru mjög vel sóttar og alls tóku 154 iðkendur þátt í  æfingunum.

Fyrst var almenn æfing þar sem allir iðkendur voru velkomnir en seinna um daginn var svokölluð elite æfing þar sem landsliðsfólk og svartbeltingar mættu.

Aaron Cook gaf sér góðan tíma til að spjalla við iðkendur eftir æfingarnar og leyfði krökkunum að teknar yrðu myndir af þeim með honum. Þegar mest var biðu um 120 krakkar eftir mynatöku með átrúnaðargoðinu.

Taekwondo Æfingabúðir Aaron Cook (1) Taekwondo Æfingabúðir Aaron Cook (3) Taekwondo Æfingabúðir Aaron Cook (7) Taekwondo Æfingabúðir Aaron Cook (8)