3. flokkur byrjar á sigri

3. flokkur byrjar á sigri

Selfoss-1 mætti Fjölni í fyrsta leik tímabilsins í 3. flokk í gærkvöldi. Selfyssingar voru nokkuð strekktir í leiknum en náðu að innbyrða 20-19 sigur þrátt fyrir að hafa aldrei náð sér á flug.

Byrjunin var slæm hjá Selfyssingum og komst Fjölnir 1-4 yfir. Höfðu Selfyssingar þá einungis náð 1 skoti á markið í 6 fyrstu sóknum sínum. Fjölnir hélt yfirhöndinni og komst 7-11 yfir eftir 21 leikmínútu. Small þá vörn Selfoss og átti það eftir að reynast liðinu dýrmætt. Selfoss minnkaði muninn fyrir hlé og fór 11-12 undir inn til búningsherbergja.

Seinni hálfleikur var mjög jafn. Selfoss jafnaði og komst svo 16-15 yfir. Fjölnir svaraði og leiddi 18-19 þegar skammt var til leiksloka. Það voru hins vegar Selfyssingar sem voru kaldari þegar mest á reyndi og skoruðu seinustu 2 mörkin og 20-19 sigur staðreynd.

Öflugur varnarleikur og mikil þrautseigja skilaði sigri í þessum leik en seinustu 39 mínútur leiksins fékk Selfoss einungis 8 mörk á sig. Það er klárlega eitthvað til að byggja á. Í sóknarleiknum var lítið í gangi. Spilið milli leikmanna var engan veginn nægilega gott og komst aldrei almennilegt flæði á spil liðsins.