3. flokkur úr leik

3. flokkur úr leik

3. flokkur karla lék í gær í 8-liða úrslitum gegn Gróttu. Mjög slakur fyrri hálfleikur gerði nær út um vonir Selfyssinga á að ná sigri í leiknum. Lokatölur urðu 25-22 sigur heimamanna.

Selfyssingar léku mjög illa í sókn allan fyrri hálfleikinn. Þeir lentu 5-1 undir og fékk Grótta mikið af hraðaupphlaupum  framan af leik. Vörnin var að halda vel þegar liðið náði að stilla upp í hana. Staðan var 12-7 þegar skammt var til hálfleiks og gerði Grótta þá seinustu þrjú seinustu mörk fyrri hálfleiksins.

Í upphafi síðari hálfleiks komst Grótta 16-7 yfir. Komust Selfyssingar þá í gang og voru þeir búnir að minnka muninn í 21-18 þegar 10 mínútur voru eftir af leiknum. Nær komust þeir ekki og þriggja marka sigur Gróttu staðreynd.

Góður seinni hálfleikur nægði alls ekki til enda Selfyssingar komnir alltof langt á eftir Gróttu í hálfleik. Slakur sóknarleikur framan af þar sem hraðinn var lítill og spilið ekki gott kostaði liðið mikið í þessum leik. Tímabilið því búið hjá strákunum og hefur það verið ansi kaflaskipt. Liðið átti erfitt uppdráttar á köflum, sér í lagi í upphafi tímabils, en bætti sig töluvert eftir því sem leið á. Til að mynda hafði liðið ekki tapað í 5 leikjum fyrir þennan leik gegn Gróttu. Núna er bara fyrir þennan hóp að halda áfram að æfa og vinna í sínum málum því í liðinu eru leikmenn sem gætu orðið framtíðarmenn haldi þeir áfram á fullu og verði klókir í sínum leik í framtíðinni.