4. flokkur í 8-liða úrslit bikarsins

4. flokkur í 8-liða úrslit bikarsins

4. flokkur karla mætti HKR í gær í Keflavík í 16-liða úrslitum bikarkeppninnar. Selfoss var mikið sterkara og sigraði leikinn með 14 mörkum. Liðið er því komið einu skrefi lengra í bikarnum.

Strákarnir byrjuðu leikinn frábærlega og komust í 5-14 eftir u.þ.b. korters leik. Var leikurinn í nokkru jafnvægi eftir það þó svo að Selfoss hafi alltaf verið sterkara. HKR er með skemmtilegt lið og bæði með fína sókn og vörn en gaman er að sjá uppganginn hjá þeim. Selfoss leiddi 11-20 í hálfleik og sigruðu að lokum 20-34.

Leikurinn var að mestu leyti góður hjá liðinu enda áttu sprækir heimamenn í raun aldrei möguleika. Margir leikmenn spiluðu vel í leiknum og nýttist leikurinn því nokkuð vel.

Þetta var seinasta verkefni 4. flokks á þessu ári. Nú taka við landsliðsverkefni hjá mörgum af þessum strákum sem og undirbúningur fyrir seinni hluta keppnistímabilsins.