80 ára afmæli Umf. Selfoss

80 ára afmæli Umf. Selfoss

Ungmennafélag Selfoss á 80 ára afmæli í ár, en félagið var stofnað 1. júní 1936. Í tilefni þessa merka áfanga hefur félagið ákveðið að halda glæsilega afmælishátíð laugardaginn 28. maí þar sem lögð verður áhersla á hreyfingu og gleði. Er hugmyndin að setja upp hreystibraut í íþróttahúsi Vallaskóla þar sem fjölskyldur og vinir geta reynt sig í skemmtilegri hreyfingu.

Hátíðin verður auglýst betur í næstu viku en við hvetjum Selfyssinga til að taka daginn frá og hlökkum til að sjá ykkur á afmælishátíðinni.

 

Tags: