94. héraðsþing HSK haldið á Selfossi

94. héraðsþing HSK haldið á Selfossi

94. héraðsþing HSK 2016 verður haldið í hátíðarsal Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi laugardaginn 12. mars 2016 og hefst stundvíslega kl. 9:30. Afhending þinggagna er frá 9:00. Dagskrá þingsins hefur tekið nokkrum breytingum. Þingið hefst fyrr en verið hefur og mun taka styttri tíma. Dagskrá má sjá á heimasíðu HSK. Rétt til setu á þinginu eiga 134 fulltrúar félaga og ráða.

Þau félög og ráð sem ætla að leggja fram tillögur á héraðsþinginu eru beðin um að senda þær á netfangið hsk@hsk.is fyrir 3. mars nk. Samkvæmt lögum HSK þurfa  tillögur um lagabreytingar að hafa borist stjórn tveimur vikum fyrir þing. Tillögur frá stjórn HSK munu berast félögum og ráðum viku fyrir þing og verða einnig aðgengilegar á heimasíðu HSK.

Kjörnefnd HSK er að störfum, en verkefni nefndarinnar er að leggja fram tillögu að nefndar- og stjórnarskipan HSK 2016. Þegar þetta er ritað er vitað að tveir stjórnarmenn í sambandinu gefa ekki kost á sér til endurkjörs. Kjörnefnd óskar eftir tilnefningum frá fólki sem hefur áhuga á að taka sæti í stjórn HSK.  Hægt er að hafa samband við Annýju Ingimarsdóttur, formann kjörnefndar, á netfangið anny@arborg.is. Óskað er eftir tilnefningum fyrir 25. febrúar nk.

Íþróttamaður HSK 2015 verður verðlaunaður á þinginu, svo og íþróttamenn einstakra greina. Verðlaunaafhending fer fram á þingstað og er verðlaunahöfum boðið í kaffi að athöfn lokinni.

Stjórn HSK vonast eftir góðri mætingu á þingið.