95. héraðsþing HSK í Hveragerði

95. héraðsþing HSK í Hveragerði

Héraðsþing Héraðssambandsins Skarphéðins, hið 95. í röðinni, verður haldið á Hótel Örk í Hveragerði laugardaginn 11. mars og hefst stundvíslega kl. 9:30.

Afhending þinggagna er frá kl. 9:00. Þing HSK hafa 18 sinnum verið haldin í Hveragerði, árin 1942, 1943, 1950-1963, 1990 og 2006.

Rétt til setu á þinginu eiga 131 fulltrúi frá 58 aðildarfélögum HSK og tveimur sérráðum sambandsins.

Samkvæmt lögum HSK þurfa tillögur um lagabreytingar að berast stjórn HSK tveimur vikum fyrir þing, eða fyrir næsta laugardag, 25. febrúar.  Stjórn HSK mun senda út tillögur til aðildarfélaga og ráða sambandsins með viku fyrirvara. Því væri gott að fá tillögur, sem félög óska eftir að leggja fram, fyrir þann tíma.

Þessa dagana er unnið að lokaundirbúningi héraðsþingsins, s.s. við frágang á ársskýrslu. Þá er kjörnefnd sambandsins að störfum, en nefndin hefur það verkefni að koma með tillögu að nefndar- og stjórnarskipan HSK 2017.  Vitað er að fólk vantar í nokkrar nefndir, t.d. í sundnefnd og fimleikanefnd.  Ef fólk hefur áhuga á að bjóða sig fram er bent á að hafa samband við Rut Stefánsdóttur, formann kjörnefndar í síma 848 7778 og baugstjorn22@gmal.com.

Nánari upplýsingar um þingið má finna á heimasíðu HSK.