Andri Dagur til Selfoss

Andri Dagur til Selfoss

Vinstri skyttan Andri Dagur Ófeigsson hefur samið við Selfoss til eins árs. Andri, sem er aðeins 21 árs gamall, kemur frá Fram, þar sem hann er uppalinn. Andri hefur verið einn besti leikmaður Fram U í 2. deild karla undanfarin tvö ár og var m.a. valin efnilegasti leikmaður Fram á síðasta tímabili.

Við bjóðum Andra hjartanlega velkominn til Selfoss.

Mynd: Umf. Selfoss / ÁÞG