Árborg styrkir handknattleiksdeildina vegna þáttöku í Evrópukeppni

Árborg styrkir handknattleiksdeildina vegna þáttöku í Evrópukeppni

Á bæjarráðsfundi miðvikudaginn síðastliðinn var tekin ákvörðun um að veita handknattleiksdeild Umf. Selfoss styrk að upphæð 1,2 milljónum króna vegna þátttöku Evrópukeppni félagsliða í handknattleik. 

„Um er að ræða mikið afrek hjá liðinu sem nú er komið í 3. umferð keppninnar og á möguleika á að komast fyrst íslenskra liða áfram í riðlakeppnina sem byrjar í febrúar. Þátttaka í Evrópukeppninni er hins vegar mjög kostnaðarsöm fyrir deildina og vegur ferðakostnaður þar þyngst.“ segir í fundargerð bæjarráðs sem samþykkti að styrkja deildina. Sveitarfélagið hvatti jafnframt fyrirtæki og einstaklinga til að styðja við bakið á liðinu. 

Handknattleiksdeildin er verulega ánægð með þessa ákvörðun bæjarráðs, enda kostnaður við þáttöku í slíkri keppni mjög mikill, um 2,5 – 3 miljónir króna á hverja umferð.
____________________________________
Mynd: Bæjarbúar taka þátt í Evrópuævintýri Selfoss.
Umf. Selfoss / JÁE