Cornelia Hermansson til Selfoss

Cornelia Hermansson til Selfoss

Það er handknattleiksdeild Selfoss mikil ánægja að tilkynna að Cornelia Hermansson mun ganga til liðs við félagið fyrir næsta tímabil en hún skrifaði undir 2 ára samning við félagið.  Cornelia gengur til liðs við okkur frá Kärra HF í Svíþjóð en hún hefur einnig leikið með Önnereds HK.
 
Cornelia er 21 árs markmaður sem mun styrkja lið okkar fyrir baráttuna í Olísdeildinni næsta vetur.  Hún kemur til landsins í lok júlí og mun hefja æfingar með liðinu í framhaldinu.
 
Við bjóðum Corneliu hjartanlega velkomna á Selfoss.