
06 júl Cornelia Hermansson til Selfoss

Það er handknattleiksdeild Selfoss mikil ánægja að tilkynna að Cornelia Hermansson mun ganga til liðs við félagið fyrir næsta tímabil en hún skrifaði undir 2 ára samning við félagið. Cornelia gengur til liðs við okkur frá Kärra HF í Svíþjóð en hún hefur einnig leikið með Önnereds HK.
Cornelia er 21 árs markmaður sem mun styrkja lið okkar fyrir baráttuna í Olísdeildinni næsta vetur. Hún kemur til landsins í lok júlí og mun hefja æfingar með liðinu í framhaldinu.
Við bjóðum Corneliu hjartanlega velkomna á Selfoss.