Dögurður hjá Selfoss getraunum

Dögurður hjá Selfoss getraunum

Laugardaginn 27. október bjóða Selfoss getraunir öllum tippurum og fjölskyldum þeirra í dögurð (brunch) í Tíbrá, félagsheimili Umf. Selfoss. Ingi Þór kokkar hráefni frá Krás og Guðnabakaríi. Dögurðurinn hefst kl. 11:30. Selfoss getraunir hvetja tippara til að taka alla fjölskyldumeðlimi með því getraunastarf er félagsstarf fyrir alla fjölskylduna. Mætum öll og eigum notalega stund saman með léttu spjalli og yfir góðum mat.