Eggjasala 4. flokks vegna Partille-ferðar

Eggjasala 4. flokks vegna Partille-ferðar

Strákarnir í 4. flokki hefja á morgun sölu á eggjabökkum, en salan er liður í fjáröflun flokksins vegna Partille-ferðar sumarið 2013. Munu þeir ganga í hús næstu daga og bjóða eggjabakka með 30 eggjum til sölu á 1.500 kr. Nú styttist í jólamánuðinn og því upplagt að birgja sig upp fyrir jólabaksturinn.

Strákarnir eru einnig með til sölu Selfoss íþróttasokka. Búntið með þremur pörum kostar 2.500 kr. Upplýsingar gefur Jóndi í síma 693 3761.