Ert þú næsta stjarna?

Ert þú næsta stjarna?

ÍSÍ birtir á næstu dögum þrjár sjálfboðaliða-auglýsingar til að hvetja fleiri sjálfboðaliða til að skrá sig til starfa á Smáþjóðaleikunum, sem haldnir verða á Íslandi 1.–6. júní 2015.

Það þarf 1200 sjálfboðaliða til þess að halda leikana með glæsibrag. Lokað verður fyrir skráningar sjálfboðaliða í lok febrúar og því nauðsynlegt að leita til fólksins í landinu núna.

Skráning sjálfboðaliða er á heimasíða leikanna en nánari upplýsingar má einnig finna á fésbókarsíðunni: Smáþjóðaleikar 2015.

Fyrsta auglýsingin var birt á föstudag og verða tvær næstu auglýsingar verða birtar á næstu dögum. Auglýsingarnar má sjá á fésbókarsíðu ÍSÍ, einnig á Vimeo og Youtube.

Við hvetjum félagsmenn okkar til að taka þátt í sjálfboðaliðaverkefni Smáþjóðaleikanna.