Eva í ungmennaráði HSK

Eva í ungmennaráði HSK

Á dögunum kom ungmennaráð HSK saman til fyrsta fundar, en ungmennaráð  hefur ekki áður verið starfandi innan sambandsins. Eva Þórisdóttir situr í ráðinu fyrir hönd Umf. Selfoss en aðrir sem eiga sæti í ráðinu eru Karen Óskarsdóttir Umf. Heklu, Axel Örn Sæmundsson Umf. Þór, Daði Geir Samúelsson Umf. Hrunamanna og Jana Lind Ellertsdóttir Íþr.f. Garpi.