Eva María hársbreidd frá úrslitum á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar

Eva María hársbreidd frá úrslitum á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar

Eva María Baldursdóttir var hársbreidd frá þvi að komast í úrslit á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar i Baku.  Eva María stökk yfir 1.72m í þriðju tilraun og felldi naumlega 1.75m.  13 stúlkur komust í úrslitin, 11 þeirra stukku yfir 1.75m og tvær þeirra stukku yfir 1.72m í fyrstu tilraun. Frábær árangur hjá Evu Maríu sem var að keppa á sínu fyrsta stórmóti  við frekar erfiðar aðstæður en 29 stiga hiti var á vellinum á meðan hástökkskeppnin fór fram.