Evrópumótsfarar Selfoss hlutu styrk úr Verkefnasjóði HSK

Evrópumótsfarar Selfoss hlutu styrk úr Verkefnasjóði HSK

Á jólasýningunni var Evrópumótsförum fimleikadeildar Selfoss úthlutaður styrkur úr Verkefnasjóði HSK. Þau hlutu hvert um sig styrk að upphæð 17.500 kr. sem kemur sér vel upp í útlagðan kostnað, en eins og allir vita er kostnaðarsamt að vera í fremstu röð í íþróttum. Þetta voru þau Aron Bragason, Ástrós Hilmarsdóttir, Bryndís Arna Þórarinsdóttir, Eva Grímsdóttir, Helga Hjartardóttir, Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, Hugrún Hlín Gunnarsdóttir, Katrín Ösp Jónasdóttir, Margrét Lúðvigsdóttir, Nadía Björt Hafsteinsdóttir, Rakel Nathalie Kristinsdóttir og Ægir Atlason. -ob