Finnst þér gaman að leika þér í vinnunni?

Finnst þér gaman að leika þér í vinnunni?

Eins og undanfarin ár verður íþrótta- og útivistarklúbburinn í fullum gangi í sumar. Klúbburinn er starfræktur á vegum Ungmennafélags Selfoss í góðu samstarfi við Sveitarfélagið Árborg.

Ungmennafélagið Selfoss leitar eftir hressum og uppátækjasömum einstaklingum til að stýra klúbbnum í sumar en auk þess að hafa gaman af því að vinna með börnum og ungu fólki er gerð krafa um að yfirmaður klúbbsins sé 20 ára eða eldri og hafi menntun eða reynslu sem nýtist í starfi, t.d. á sviði íþrótta, kennslu eða tómstunda.
Um er að ræða lifandi starf en í því felst fyrst og fremst í ábyrgð á skipulagi námskeiðanna og starfsmanna ásamt matargerð og innkaupum.

Ungmennafélagið Selfoss leitar einnig eftir góðum félagsmönnum sem hafa áhuga á að starfa í klúbbnum í sumar. Viðkomandi þarf m.a. að vera uppátækjasamur, stundvís, áreiðanlegur og sjálfstæður í vinnubrögðum. Mestu máli skiptir þó að viðkomandi hafi brennandi áhuga á að leika sér með börnum, spila og finnist gaman að hoppa í pollum.

Umsóknarfrestur er til 1. maí 2019. Lágmarksaldur umsækjenda er 18 ára á árinu.

Allar óskir um nánari upplýsingar og umsóknir skal komið til Gissurar framkvæmdastjóra Umf. Selfoss á netfangið umfs@umfs.is eða í síma 482-2477.