Fjóla Signý önnur í sjöþraut í Svíþjóð

Fjóla Signý önnur í sjöþraut í Svíþjóð

Fjóla Signý Hannesdóttir Selfossi og Ingi Rúnar Kristinsson Breiðabliki tóku þátt í sænska meistaramótinu í fjölþrautum sem fram fór í Huddinge um helgina. Ingi Rúnar sigraði sinn flokk í tugþraut, hlaut samtals 7081 stig. Fjóla Signý varð önnur, í sjöþraut, náði 5041 stigi, og rauf þar með 5000 stiga múrinn. Er þetta hennar besti árangur og 9. besta afrekið í sjöþraut kvenna hér á landi.

Árangur Fjólu Signýjar í einstökum greinum var sem hér segir: 100 m grindahlaup 14,61 sek (894 stig), hástökk 1,69 m (842), (persónulegt met), kúluvarp 9,36 m (488), 200 m hlaup 25,51 sek (841), langstökk 5,62 m (735), spjótkast 23,90 m (362) og 800 m hlaup 2:16,00 mín (879). Sara Söderberg varð sænskur meistari með 4760 stig. Norska stúlkan Lene Becher Myrmel sigraði í sjöþrautarkeppninn, en hún fór fram úr Fjólu Signýju í spjótkastinu. Hvorki Ingi Rúnar né Fjóla Signý eða Lene gátu unnið til verðlauna, þar sem einungis sænskir ríkisborgarar geta unnið til verðlauna á sænska meistaramótinu.