Fjórir Selfyssingar á Smáþjóðaleikana

Fjórir Selfyssingar á Smáþjóðaleikana

Það verða að minnsta kosti fjórir Selfyssingar meðal keppenda á Smáþjóðaleikunum sem fara fram í Svartfjallalandi dagana 27. maí til 1. júní næstkomandi.

Fjóla Signý Hannesdóttir keppir í 400 metra grindahlaupi og júdómennirnir Breki Bernharðsson, Egill Blöndal og Þór Davíðsson keppa í júdó.

Gert er ráð fyrir að Ísland verði með 60 keppendur af hvoru kyni á leikunum. Auk þeirra munu 35 liðsstjórar og þjálfarar fylgja hópnum. Níu sjúkraþjálfarar munu fylgja sérsamböndunum og átta íslenskir dómarar munu starfa á leikunum.

Frétt af vef ÍSÍ