Flöggum fyrir Selfossi

Flöggum fyrir Selfossi

Í tilefni af því að úrslitakeppnin í handbolta er hafin og knattspyrnusumarið er handan við hornið langar okkur að vekja athygli á fánadögum Ungmennafélags Selfoss.

Umf. Selfoss langar í samstarfi við fyrirtæki og einstaklinga á Selfossi að skapa góða og skemmtilega „Flöggum fyrir Selfossi“ stemningu í bænum þegar meistaraflokkar okkar í handbolta og knattspyrnu keppa á heimavelli sem og þegar stærri viðburðir á vegum allra deilda félagsins fara fram.

 

Við bjóðum öllum fyrirtækjum og einstaklingum á Selfossi að taka þátt með því að kaupa sérstakan ÁFRAM SELFOSS fána á kr. 15.000. Stærð fánanna er 1×2 metrar (sjá fána á mynd).

Á leikdegi eða þegar viðburðir fara fram sendum við tölvupóst á tengiliði í öllum fyrirtækjum með upplýsingum um hvenær á að flagga.

Til að taka þátt í stemningunni biðjum við einstaklinga eða fulltrúa fyrirtækja að senda tölvupóst á netfangið formadur@umfs.is með upplýsingum um fjölda fána sem óskað er eftir að kaupa og netfangi hjá tengilið sem sér um að flagga. Við munum færa ykkur fánana um leið og ósk berst.

Tökum höndum saman og styðjum okkar lið.

Takk fyrir stuðninginn og ÁFRAM SELFOSS!