Flöskusöfnun sunddeildar á laugardaginn

Flöskusöfnun sunddeildar á laugardaginn

Sunddeild Umf. Selfoss býður fólki að setja tómar flöskur og dósir í poka og leggja út fyrir dyrnar laugardagsmorguninn 10. nóvember nk. Fólk er vinsamlegast beðið að setja pokann þannig að hann sjáist vel frá götunni og líma eða festa á hann miða sem borinn var í hús . Miðinn þarf að sjást vel. Þannig er fyrirbyggður allur misskilningur. Eftir kl. 11:00 mætir vaskur hópur sundiðkenda í götuna og safnar saman framlagi ykkar.

Flöskusöfnunin er ein af mikilvægustu fjáröflunarleiðum ungra sundmanna í Árborg. Er treyst á fólk að styðja vel við þeirra starf og framlagið jafnframt þakkað.

Sími sunddeildar á söfnunardegi er 895 9716 (Sigríður).

www.umfs.is/sund