
08 jan Flugeldasala á þrettándagleði

Í tengslum við þrettándagleðina á Selfossi er flugeldasala knattspyrnudeildar Umf. Selfoss opin frá kl. 14 til 20 laugardaginn 9. janúar.
Flugeldasalan er í félagsheimilinu Tíbrá við íþróttavöllinn við Engjaveg en þar er hægt að versla flugelda og tertur á sprengjuverði.