Frístundabíllin ekur alla virka daga

Frístundabíllin ekur alla virka daga

Frístundaakstur innan Sveitarfélagsins Árborgar heldur áfram skólaárið 2020-2021.

Frístundabíllinn ekur alla  virka daga frá kl. 13:10 – 16:30 (misjafnt milli leiða) og hefur það hlutverk að keyra börn frá frístundaheimilum og skóla í íþrótta- og frístundastarf innan sveitarfélagsins. Öll börn geta nýtt sér frístundabílinn og ekki er innheimt neitt gjald í bílinn.

Um er að ræða tvær akstursleiðir:

Leið 1: Innanbæjar á Selfossi (keyrt af Guðmundi Tyrfingssyni ehf.)
Leið 2:  Eyrarbakki – Stokkseyri – Selfoss (Hluti af innanbæjarstrætó, leið 75)

Allar nánari upplýsingar má finna á vefsíðu Sveitarfélagsins Árborgar.