Frjálsíþróttamessa fyrir alla fjölskylduna á sumardaginn fyrsta

Frjálsíþróttamessa fyrir alla fjölskylduna á sumardaginn fyrsta

Á sumardaginn fyrsta, 24. apríl, verður sumri fagnað í Selfosskirkju með frjálsíþróttamessu sem hefst kl. 11. Messan er samstarfsverkefni kirkjunnar og frjálsíþróttadeildar Umf. Selfoss.

Fjöldi ungra iðkenda sýnir listir sínar. Yfirþjálfari deildarinnar flytur stutt erindi ásamt tveimur iðkendum. Mikill söngur, sumarsálmar og mikil gleði. Bænablöðrum verður sleppt út í sumarið. Umsjón með messunni hafa Edit, sr. Ninna Sif og sr. Óskar.

Boðið verður upp á grillaðar pylsur og svaladrykk í safnaðarheimili að messu lokinni. Frábær byrjun á sumri – sjáumst í kirkjunni!