Galdrakarlinn í Oz jólasýningin 2012

Galdrakarlinn í Oz jólasýningin 2012

Undirbúningur jólasýningar fimleikadeildar Umf. Selfoss er nú í fullum gangi. Undirbúningsnefnd sem er skipuð þjálfurum deildarinnar er þessa dagana að leggja lokahönd á undirbúning sýningarinnar. Þema í ár verður Galdrakarlinn í Oz. Eins og undanfarin ár munu allir iðkendur deildarinnar taka þátt í sýningunni. Galdarakarlinn í Oz kemur á Selfoss sama dag og jólasveinarinar koma úr Ingólfsfjalli, þ.e. laugardaginn 8. desember nk. Fyrsta sýning verður kl. 9:30. Í anddyri Vallaskóla verður hægt að kaupa kakó, vöfflur og annað góðgæti. Sýningin verur auglýst nánar síðar.

-ob/ög