Gleði og ánægja á Unglingalandsmóti

Gleði og ánægja á Unglingalandsmóti

Á þriðja þúsund keppendur tóku þátt í 18. Unglingalandsmóti UMFÍ sem fram fór á Akureyri um verslunarmannahelgina. Selfyssingar og aðrir félagar okkar í liði HSK stóðu sig með miklum sóma en rétt tæplega 200 keppendur frá HSK mættu til leiks.

Fyrirmyndarbikar UMFÍ féll í skaut liðsmanna HSK annað árið röð og fimmta skiptið alls. Fyrirmyndarbikarinn var gefinn af Íþróttanefnd ríkisins og er viðurkenning þess sambandsaðila UMFÍ sem sýnt hefur góða umgengni, háttvísi og prúða framgöngu, m.a. í keppni og við inngöngu á setningu mótsins.

Tilkynnt var á setningarathöfn mótsins að Unglingalandsmót UMFÍ árið 2018 verður haldið í Sveitarfélaginu Ölfusi. Mótið var síðast haldið í Ölfusi árið 2008. Fleiri mótsstaðir voru um hituna en HSK og Sveitarfélagið Árborg sóttu einnig um að halda mótið árið 2018.

Unglingalandsmótið 2016 verður í Borgarnesi og 2017 á Egilsstöðum.

Myndir af Unglingalandsmótinu á Akureyri má finna á fésbókarsíðu UMFÍ.