Góð þátttaka í Sjóvá Kvennahlaupi ÍSÍ

Góð þátttaka í Sjóvá Kvennahlaupi ÍSÍ

Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ fór fram á nærri 70 stöðum á landinu á laugardag og var þetta í 31. skipti sem hlaupið fór fram. Hlaupið var frá Byko á Selfossi og voru það stelpurnar í 2. flokki í knattspyrnu hjá Selfossi sem skipulögðu hlaupið að þessu sinni og gerðu það með glæsibrag. Fjöldi kvenna tók þátt í hlaupinu á Selfossi og skemmtu sér vel.

Stelpurnar í 2. flokki stýrðu upphitun fyrir hlaupið.
Ljósmynd: Umf. Selfoss