Göngum frá greiðslu æfingagjalda

Göngum frá greiðslu æfingagjalda

Ný tímabil hófust hjá flestum deildum Umf. Selfoss 1. september sl. Vetraræfingar hafa farið vel af stað og er fjölgun í öllum hópum hjá félaginu.

Við viljum hvetja foreldra og forráðamenn til að ganga frá greiðslu æfingagjalda sem allra fyrst en um miðjan september verða sendir greiðsluseðlar fyrir öllum ógreiddum æfingagjöldum hjá félaginu.

Gengið er frá greiðslu æfingagjalda í gegnum skráningar- og greiðslukerfið Nóra á slóðinni selfoss.felog.is. Um leið og gengið er frá greiðslu er hægt að sækja frístundastyrk til Sveitarfélagsins Árborgar.

Nánari upplýsingar um æfingagjöld