Guðmundur og Sigríður sæmd silfurmerki Umf. Selfoss

Guðmundur og Sigríður sæmd silfurmerki Umf. Selfoss

Hjónin Guðmundur Tyrfingsson og Sigríður Benediktsdóttir voru sæmd silfurmerki Umf. Selfoss fimmtudaginn 10, nóvember sl. Í tilefni af 80 ára afmæli félagsins fyrr á þessu ári ákvað stjórn félagsins að heiðra hjónin fyrir áralangan stuðning og tryggði við félagið.

Þau eiga og reka Guðmund Tyrfingsson ehf. rótgróið fjölskyldufyrirtæki sem var stofnað 1969. Stuðningur og styrkur rútufyrirtækisins er einn af hornsteinum í starfi Umf. Selfoss og afar ánægjulegt að geta heiðrað stofnendur þess með því að veita þeim silfurmerki félagsins.

Það var Guðmundur Kr. Jónsson (t.v.) formaður Umf. Selfoss sem sæmdi Sigríði og Guðmund silfurmerki Umf. Selfoss.
Ljósmynd: Umf. Selfoss/Gissur Jónsson