Hádegisfundur ÍSÍ – Skipulag íþróttamála

Hádegisfundur ÍSÍ – Skipulag íþróttamála

Föstudaginn 14. nóvember verður opinn hádegisfundur í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal, á þriðju hæð í fundarsal D.

Kjartan Freyr Ásmundsson kynnir niðurstöður úr meistararitgerð sinni, Skipulag íþróttamála – Getur íþróttahreyfingin gert betur? Kjartan Freyr hefur starfað innan íþróttahreyfingarinnar í fjölda mörg ár og lauk nýverið meistaranámi í stjórnun og stefnumótun frá viðskiptadeild HÍ. Gefið verður svigrúm fyrir spurningar og umræður að loknu erindinu.

Skráning fer fram á skraning@isi.is. Fundurinn verður einnig sendur út á netinu og til að tengjast útsendingu frá fundinum er hægt að smella hér.