Hádegisfundur um fjölmiðlamál íþróttahreyfingarinnar

Hádegisfundur um fjölmiðlamál íþróttahreyfingarinnar

Fimmtudaginn 4. desember mun ÍSÍ bjóða upp á hádegisfund um fjölmiðlamál og fer fundurinn fram í E-sal Íþróttamiðstöðvarinnar í Laugardal.

Umfjöllunarefnið er fjölmiðlafulltrúi,  fjölmiðlatengsl og markvisst kynningarstarf. Fundurinn er opin öllum áhugasömum og gagnast sérstaklega þeim aðilum sem vinna við kynningarstarf í íþróttafélögum eða í sérsamböndum.

Ómar Smárason leyfis- og markaðsstjóri KSÍ mun leiða okkur í sannleika um hvað fjölmiðlafulltrúi sérsambands/félags gerir, hvernig hann kemst að í fjölmiðlum og hvernig setja á fram efni svo að eitthvað sé nefnt. Þá mun Eggert Skúlason margreyndur fjölmiðlamaður og fjölmiðlafulltrúi ræða um hvernig vinna á fréttatilkynningu, hvernig kemur maður upplýsingum á framfæri og hvenær er  tilefni til að setja upp blaðamannafund.

Fundinum stjórnar Viðar Garðarsson. Skráning er á skraning@isi.is og fundurinn verður sendur út á netinu.

Tags: